Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framtíðarnefnd sem skipuð er ellefu alþingismönnum.
Formaður nefndarinnar er Smári McCarthy, þingmaður Suðurkjördæmis. Andrés Ingi Jónsson frá Hjarðarbóli í Ölfusi er einnig einn nefndarmanna en Unnur Brá Konráðsdóttir er fulltrúi forsætisráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar.
Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni með tilliti til langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.
Framtíðarnefnd mun skila greinargerð um störf sín til forsætisráðherra árlega sem mun upplýsa Alþingi um störf nefndarinnar.