Unnur Edda Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Alls bárust 18 umsóknir um starfið, sex umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Unnur Edda lauk BS gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MLB gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Unnur Edda hefur starfað sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Arion banka frá 2014 og vann við fjárstýringu hjá Vodafone á árunum 2012-2014.
Unnur Edda mun taka við starfi fjármálastjóra af Ingibjörgu Garðarsdóttur sem lætur af störfum eftir rúm 16 ár.