Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitti í síðustu viku tvo rannsóknarstyrki úr styrktarsjóði ráðsins vegna rannsókna í öldrunarmálum. Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri á Selfossi fékk annan styrkinn.
Unnur, sem er hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, hlaut styrk að upphæð 300 þúsund krónur í tengslum við meistararannsókn sína, sem snýr að mati á gæðum þjónustu heimahjúkrunar á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvort fræðsla til starfsfólks heimahjúkrunar skili sér í bættri og markvissari þjónustu við skjólstæðinga.
Öldrunarráð veitir árlega styrki til rannsókna í málaflokknum en hann hefur verið starfræktur um langt skeið. Aðalhvatamaður að stofnun hans var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar.
Rannsóknasjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni