Nú á dögunum fékk Flugbjörgunarsveitin Hellu 300 þúsund króna styrk frá Kvenfélaginu Unni á Rangárvöllum.
Fyrir styrkinn var keypt Medtech spelkusett, sem er lofttæmanleg grjónaspelka. Þessar spelkur eru framleiddar úr hágæða stunguþolnu pólýúretan efni sem getur haldið loftæmingu í sólarhring. Það er einnig gegnlýsanlegt og því er mögulegt að hafa sjúkling í spelkunni í segulómmyndun eða í röntgen.
Styrkurinn frá Unni nýtist FBSH einnig til þess að endurnýja sjúkrabúnað á vélsleðum sveitarinnar.
„Við viljum koma á framfæri okkar allra bestu þökkum fyrir ómetanleg framlög og velvildina sem okkur er sýnd með þeim til uppbyggingar sveitarinnar,“ segir í tilkynningu frá FBSH.