Nk. föstudag kl. 16:00 verður hið árlega uppboð á reiðhjólum og öðrum óskilamunum í vörslu lögreglunnar á Selfossi.
Uppboðið fer fram við norðurhlið lögreglustöðvarinnar Hörðuvöllum 1. Þarna gefst gott tækifæri til að eignast nýtilega hluti á góðu verði.
Munir seljast í því ástandi sem þeir eru í þegar hamar fellur og kaupandi ber áhættu af þeim frá sama tíma. Kaupanda er rétt og skylt að taka muni í sínar vörslur um leið og kaupverð þeirra er greitt. Uppboðshaldara er óskylt að taka boði telji hann það óhæfilega lágt með hliðsjón af líklegu markaðsverði hlutar.
Um uppboðið gilda almennir skilmálar fyrir uppboðssölu á lausafjármunum og fleiru, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 42/1992. Greiðsla söluverðs fer fram við hamarshögg. Tekið verður við greiðslukortum en ávísanir verða ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera.
Lögreglan skorar á þá aðila sem sakna lausafjármuna, sem kunna að vera í vörslum lögreglu, að sýna fram á eignarétt sinn eigi síðar en fimmtudaginn 24. júní 2010.