Þrettándagleðinni á Selfossi sem fara átti fram í kvöld, miðvikudagskvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
UPPFÆRT KL. 17:48: Gleðinni hefur verið frestað fram að helgi. Það skýrist þegar nær dregur hvort föstudagur eða laugardagur verði fyrir valinu.
Hvenær sem gleðin fer fram verður hún með hefðbundnu sniði, blysför frá Tryggvaskála að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í umsjón félagsins með stuðningi Björgunarsveitar Árborgar.