Búið er að opna vegina um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið en þar eru hálkublettir og skafrenningur.
Á láglendi suðvestanlands kemur til með að hlýna upp undir frostmark í kvöld og slær þá verulega á skafrenning. Á Hellisheiði og í Þrengslum verður austanstormur, skafrenningur og lítið skyggni allt til morguns.
Undir Eyjafjöllum verður hríð, lítið skyggni og stormur með hviðum meira og minna til morguns og snarpar hviður einnig í Öræfasveit.
Færð og aðstæður
Vonskuveður er á Suðurlandi og víðast hvar ekki ferðaveður. Þæfingsfærð og stórhríð er á Reynisfjall.
Óveður er í Öræfum og alls ekki ferðaveður, grjótfok og mikið um rúðubrot á bílum sem þar hafa verið á ferð.
UPPFÆRT KL. 21:23