Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörunina á aðfangadagskvöld og jóladag í appelsínugult ástand. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá kl. 20 á aðfangadagskvöld til kl. 17 á jóladag en þá tekur við gul viðvörun frm að miðnætti.
Gert er ráð fyrir suðvestan 15-25 m/sek og dimmum éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hvassast verður í éljahryðjum og varasamt ferðaveður.
Fólk er beðið um að fylgist vel með veðurspám og færð næstu daga.
Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi frá klukkan 23 á aðfangadagskvöld og fram að miðnætti á annan í jólum.