Uppfært í appelsínugula viðvörun

Mynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvaranir dagsins, gul viðvörun er í gildi frá hádegi á Suðurlandi en kl. 22 í kvöld tekur við appelsínugul viðvörun sem gildir til klukkan 4 í nótt.

Þá er gert rá fyrir vestan 18-25 m/sek og mjög snörpum vindhviðum. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu en það gengur á með éljum með lélegu skyggni og versnandi færð.

Á milli klukkan 4 og 7 í fyrramálið tekur aftur við gul viðvörun fyrir Suðurland.

Fyrri greinKFR og Uppsveitir án stiga í Lengjunni
Næsta greinGuðrún kosin formaður Sjálfstæðisflokksins