Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvaranir fyrir daginn í dag og á morgun. Rauð viðvörun er í gildi á Suðurlandi í dag kl. 16 til 20 og á morgun, fimmtudag frá kl. 8 til 13.
Á Suðausturlandi er rauð viðvörun í gildi frá kl. 20 í kvöld til kl. 2 í nótt.
Á meðan viðvörunin er í gildi í dag er gert ráð fyrir 23-30 m/sek og hviðum yfir 35 m/sek. Ennþá hvassara verður í fyrramálið en þá er reiknað með 28-33 m/sek vindhraða og hviðum staðbundið yfir 45 m/sek.
Talsverð rigning fylgir lægðinni, foktjón og raskanir á samgöngum eru líklegar í dag og ekkert ferðaveður. Búast má við vatnavöxtum, miklum áhlaðanda og ölduhæð. Í fyrramálið segir Veðurstofan að það geti verið hættulegt að vera á ferðinni utandyra.
Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórana á landinu, lýst yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs. Óvissustig Almannavarna gildir frá hádegi í dag þar til veðrið gengur niður á morgun.