Uppgræðsla og hindrun foks forgangsverkefni

„Við frestum öðrum verkefnum á meðan við tökumst á við þetta,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri um uppgræðslustarf sem fyrir höndum er vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Í síðustu viku var hafist handa við sáningu og áburð á Sólheimasandi en gríðarlegt magn gjósku veldur því að vegurinn um sandinn er nokkuð hættulegur vegna lélegs skyggnis þegar vindur blæs.

„Við munum í samstarfi við Vegagerðina reyna að binda eins fljótt og mögulegt er gjóskuna til að draga úr fjúkinu,“ segir Sveinn.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinHlynur í topp tíu
Næsta greinNæstum ólögleg valdaskipti