Lögreglan á Suðurlandi lagði hald á 68 kannabisplöntur og 154 græðlinga í Þorlákshöfn í hádeginu í gær. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, gekkst við brotinu við yfirheyrslu lögreglu og var sleppt strax að henni lokinni.
mbl.is greinir frá þessu.
Lögreglan lagði einnig hald á búnað til kannabisræktunar í húsinu. Í húsinu fannst 20 lítra fata og í henni um það bil eitt til tvö kíló af kannabis laufum tilbúnum til neyslu. Af magninu að dæma hefur ræktunin ekki verið ætluð eingöngu til heimabrúks, að sögn lögreglu.