Á laugardag lagði lögreglan á Suðurlandi hald á hátt í sextíu kannabisplöntur sem voru í ræktun í sumarbústað í Grímsnesi.
Einnig var lagt hald á búnað sem notaður var við ræktunina.
Tveir karlar og ein kona voru handtekin og yfirheyrð vegna málsins sem er í rannsókn sem felst meðal annars í því að finna út styrkleika og nákvæmt magn plantnanna.
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglunni á Vesturlandi aðstoðuðu við handtöku þremenningana og við húsleit í Borgarnesi en einn hinna grunuðu er búsettur þar.