Starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði voru boðaðir á fund í gær þar sem þeim voru kynntar sparnaðaraðgerðir sem ráðast á í vegna bágrar rekstarstöðu.
Felast þær bæði í uppsögnum og almennum niðurskurði. Að sögn forsvarsmanna heimilisins má rekja erfiðleikana í rekstrinum til þess að greiðslur ríkisins vegna daggjalda séu of lágar.
Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í dag.