Sambíóin hafa sagt upp öllum starfsmönnum sínum á Selfossi, 12 talsins, sem vinna í Selfossbíói.
Sambíóin tóku við rekstri bíósins 2007 og hefur reksturinn ekki gengið, sem skildi. Nú er unnið að endurskipulagningu rekstursins, t.d. með fækkun á sýningum.
Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir á vef RÚV að hluti af starfsfólkinu verði endurráðið gangi endurskipulagningin eftir.
Bæjaryfirvöld í Árborg hafa samþykkt að funda með forsvarsmönnum Sambíóanna til að fara yfir stöðu málsins.