Hjúkrunar- og ljósmæðraráð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands lýsir yfir áhyggjum sínum á uppsögnum sjúkraflutningamanna við HSu frá og með 1. janúar næstkomandi.
Með uppsögnunum fækkar sjúkrabílum á vakt úr tveimur í einn á kvöldin og á nóttunni.
Í ályktun frá hjúkrunar -og ljósmæðraráði HSu segir að það telji þessar aðgerðir geta skapað hættuástand og óttast ráðið um öryggi starfsmanna og skjólstæðinga heilbrigðisstofnunarinnar ef af þeim verður.