Úrbætur í öryggismálum við Geysi

Unnið er að undirbúningi úrbóta í öryggismálum á hverasvæðinu við Geysi í Haukadal.

Settar verða nýjar kaðlagirðingar við gangstígana og fleiri viðvörunarskilti.

Umgengni hefur stundum ekki verið til sóma á þessum fjölfarna ferðamannastað. Þannig voru sorpílát Umhverfisstofnunar full um helgina og drasl í kringum þau. Enginn virðist bera ábyrgð á svæðinu segir í frétt Morgunblaðsins í dag.

Fyrri greinMatarsmiðja tekur til starfa
Næsta greinSelfyssingar í landsliðsbúning