Úrgangur er auðlind

Íbúar og fyrirtæki á Suðurlandi gera miklar kröfur um að geta flokkað meira og samræmt en vitund um úrgangsmál og þau verðmæti sem liggja í úrgangi hefur aukist mikið undanfarið.

Þetta kemur fram í fréttamola Umhverfis Suðurland.

Mikið hefur verið fjallað um ofneyslu vestrænna þjóða og það mikla rusl sem fellur til á hvern jarðbúa. Í janúar náði Marikondo tiltektin nýjum hæðum með tilkomu Netflix seríu hennar um hvernig eigi að koma reglu á líf sitt og eignir. Íslendingar losuðu sig við óþarfa í stórum stíl síðastliðin mánuð en mikilvægt er að kynna sér hvað verður um úrganginn og hvernig eigi að flokka hverja vöru.

Flokkað á fimm ólíka vegu á Suðurlandi
Ekki er til ein algild lausn eða flokkunarleiðbeiningar fyrir íbúa Suðurlands þar sem hvert sveitarfélag vinnur að úrgangsmálum á sinn hátt. Í dag er þessum málum hagað á fimm ólíka vegu innan landshlutans og mikilvægt að kynna sér þær lausnir sem í boði eru í hverju sveitarfélagi. Þú finnur upplýsingar um þjónustuaðila þíns svæðis á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fyrri greinAdam með sigurmark á ögurstundu
Næsta greinFjögur HSK met á MÍ öldunga