Í dag er kosið um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.
Kjörstaðir eru í Ásgarði í Ásahreppi, grunnskólanum á Hellu, Hvolnum á Hvolsvelli, Heimalandi undir Eyjafjöllum, Víkurskóla í Vík og Kirkjubæjarskóla á Klaustri.
Atkvæði verða talin á hverjum stað fyrir sig og hefst talning þegar síðustu kjörstaðir loka, klukkan 22 í kvöld.
Úrslit kosninganna verða birt á heimasíðu og Facebooksíðu verkefnisins og á heimasíðum sveitarfélaganna, um leið og þau liggja fyrir. Að sögn Antons Kára Halldórssonar, formanns samstarfsnefndar um Sveitarfélagið Suðurland, er búist við að það verði á milli klukkan ellefu og tólf í kvöld.