Útisvæði Sundhallar Selfoss var lokað í dag vegna kuldatíðar. Spáð er talsverðu frosti fram í næstu viku.
Staðan verður tekin á hverjum degi en ekki er ljóst núna hvenær hægt verður að opna útisvæðið aftur.
Innilaugar og sauna verður opið en laugarnar eru þéttskipaðar frá kl. 8:00 til 13:30 á virkum dögum vegna skólasunds og síðdegis og fram á kvöld verður sundleikfimi og ungbarnasund samkvæmt stundatöflu.
Í dag tilkynntu Selfossveitur að vegna mikillar kuldatíðar næstu daga séu notendur Selfossveitna beðnir um að fara sparlega með heita vatnið.