Tónleikarnir Iceland Inspires, sem halda átti á morgun, fimmtudag, að Hamragörðum undir Eyjafjöllum, hafa eftir samráð við veðurfræðinga verið færðir til Reykjavíkur.
Óvenju kröpp lægð á þessum árstíma nálgast nú suðurströnd landsins og er spáð þvílíkri veðurhæð á köflum að ekki er talið fært að ráðast í tónleikahald á þessum slóðum vegna veðurs. Tónleikarnir verða haldnir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og hefjast kl. 20:00 annaðkvöld.
Á tónleikunum koma m.a. fram Spiritualized Acoustic Mainlines með íslenskri strengjasveit og kór, Damien Rice, Glen Hansard, Seabear, Amiina, Dikta, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Pondus, Hafdís Huld, Páll á Húsafelli og Parabólur ásamt fleirum.
Mynd – og hljóðupptökur með Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection og Retro Stefson verða einnig í beinu útsendingunni á netinu. Upptökurnar eru gerðar sérstaklega fyrir útsendinguna á nokkrum vel völdum stöðum í íslenskri náttúru