Að sögn Jóhönnu Jónsdóttur, ferðaþjónustubónda að Hunkubökkum í V-Skaftafellssýslu, hefur veðrið undanfarið ekki sett neitt strik í reikninginn hjá henni.
„Þvert á móti virðast margir útlendingar sjá sjarmann við veðrið og náttúruna,” sagði Jóhanna.
Á Hunkubökkum er nú boðið upp á 20 rúm, flest með baði. Jóhanna sagði að það sem af væri ári hefði gengið mjög vel og munaði mestu um að vormánuðirnir komu vel út.
Að sögn Jóhönnu er verið að skoða möguleika á að stækka við starfsemina þó engin ákvörðun hafi verið tekin um það ennþá en þriðja kynslóðin er nú komin að rekstrinum.