Úttekt á ásýnd þorpsins

„Við höfum samþykkt að óska eftir því við bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Árborg að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að gera úttekt á ásýnd þorpsins og því sem betur mætti fara í almennri umgengni þar.

Þá er ætlunin að hafa samband við önnur hverfisráð um samvinnu milli ráðanna í þessum efnum,“ segir Siggeir Ingólfsson, formaður hverfisráðs Eyrarbakka þegar hann var spurður um úttektina.

Þá má geta þess að ráðið fagnaði á síðasta fundi sínum gróðursetningu trjáa og rósa í þorpinu og hvetur til frekari gróðursetningar.

Fyrri greinNæsta Stracta hótel rís á Orrustustöðum
Næsta greinMorgunmatur fyrir ofurhetjur