Í dag klukkan 8:40 og 8:42 urðu tveir jarðskjálftar að stærðinni 1,5 og 1,9 rétt norður af Selfossi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftanna hafi orðið vart á Selfossi.
Upptök skjálftanna voru nyrst í Hellisskógi, við Biskupstungnabraut, fyrir neðan Brennigil í Ingólfsfjalli.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgir lítil eftirskjálftavirkni.