Frjáls verslun hefur valið Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjöríss, mann ársins í íslensku atvinnulífi.
Heiðurinn hlýtur Valdimar fyrir mikla fagmennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað, hófsemi og útsjónarsemi.
Í tilkynningu frá Frjálsri verslun segir að Valdimar sem er 44 ára framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, hafi verið framkvæmdastjóri Kjöríss í samfellt sextán ár og byggt fyrirtækið upp ásamt systkinum sínum og móður eftir að faðir hans, og einn stofnenda Kjöríss, Hafsteinn Kristinsson féll skyndilega frá 1993, aðeins 59 ára að aldri.
Kjörís er 41 árs fjölskyldufyrirtæki og að því stendur vandað og traust fólk sem átt hefur fyrirtækið frá upphafi. Það byggir eingöngu á innri vexti og hefur aldrei yfirtekið annað fyrirtæki.