Valt útaf flughálum Grafningsvegi

Kona úlnliðsbrotnaði á laugardag þegar hún rann til í hálku á göngustíg við gatnamót Eyrarbakka- og Þorlákshafnarvegar. Hún var í hópferð á vegum ferðaskrifstofu þegar það gerðist.

Sjúkraflutningamenn komu á staðinn og fluttu konuna á slysadeild Landspítala.

Þá valt bifreið á Grafningsvegi við Torfastaði í gær. Ökumaður og tveir farþegar komust á eigin vegum til læknisskoðunar á Selfossi. Í ljós kom að meiðsli voru minni háttar. Vegurinn var flugháll og varasamur til aksturs.

Fyrri greinVilja reisa safn og leikhús í byggðarsafninu við Gröf
Næsta greinDagbók lögreglu: Tíður hraðakstur á þekktum slysakafla