Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar hafa boðað til upphafsfundar verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. október kl. 8:30.
Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og til upphafsfundarins eru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir.
Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. október kl. 8:30-11:00 en boðið er upp á morgunverð frá kl. 8:00. Fundarstjóri verður Þórhallur Gunnarsson.
Verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála, sem gerð var í tengslum við gerð kjarasamninga sl. vor. Markmið fundarins er að stilla saman strengi allra þeirra sem þurfa að koma að verkefninu. Umræður verða á borðum í sal með þjóðfundarfyrirkomulagi og er vonast til að þær skili góðum hugmyndum að leiðum til að lækka byggingarkostnað. Ráðherrar verða í pallborði og haldin verða stutt erindi um sögu hagkvæmra húsnæðislausna hér á landi og þarfir nýrrar kynslóðar.