Nóbel námsbúðir eru nú að fara af stað með upprifjunanámskeið fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir lokaprófin. Skráning er enn opin á námskeið sem hefjast í dag.
Nóbel námsbúðir byggist á því að virkja svokallaða jafningjafræðslu til náms meðal nemenda landsins. Nóbel stendur fyrir skipulögðum námskeiðum þar sem eldri nemendi úr tilteknum kúrs við tiltekinn skóla, hittir núverandi nemendur og sýnir þeim hvernig hann gerði hlutina og lærði námsefnið á sínum tíma.
Nóbel er nýjung fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands og eru nú kennd námskeið í eðlisfræði 103 (EÐL 103), dönsku 103 (DAN103), efnafræði 103 (EFN103), stærðfræði 203 (STÆ203) og stærðfræði 303 (STÆ303). Eðlisfræði- og dönskunámskeiðin hefjast í dag, 26.apríl kl. 16:00 en ennþá er hægt að skrá sig á www.nobel.is.
Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands eru hvattir til að nýta sér þessa nýju þjónustu en allar frekari upplýsingar er að finna á www.nobel.is og á facebook síðu Nóbel námsbúða.