Helstu bílaleigur landsins vara viðskiptavini sína við að ferðast í nágrenni Eyjafjallajökuls. Þar fjúki aska sem skemmi bifreiðar og séu viðskiptavinir einir ábyrgir fyrir lakkskemmdum.
Jón Guðmundsson segir þessar viðvaranir verulega ósanngjarnar og kveðst ekki sjá fyrir endann á afbókunum á gistiheimili sitt í Drangshlíð undir Eyjafjöllum.
Á dreifimiðum bílaleiga segir að öskusvæðið nái frá Hvolsvelli að Höfðabrekku. „Þó að sandfok geti gert víðsvegar um land er ekkert annað svæði merkt inná dreifimiðann,“ segir Jón. „Það vantar bara kross og hauskúpu yfir Rangárþing og Mýrdal.“
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT