Reykjagarður vill fá fleiri landeigendur á Suðurlandi í samstarf við sig í tengslum við kjúklingarækt en fyrirtækið auglýsir þessa dagana eftir áhugasömum aðilum í héraðinu um að leigja því húsnæði undir ræktun.
Bæði geta aðilar byggt nýtt húsnæði eða breytt gömlu, en Reykjagarður býðst til að útvega búnað og fugla í húsin.
„Við höfum verið að vinna á þessum nótum undanfarin ár og gengið mjög vel,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Hann segir þetta gert í þeim tilgangi að auka bæði hagkvæmni og framleiðslu, þar sem eftirspurn sé mikil.