Vantrauststillaga var borin upp á sóknarnefnd Selfosskirkju á aðalsafnaðarfundi í dag og þess krafist að allir sóknarnefndarmennirnir sjö segðu af sér.
Það var Jóhanna Guðjónsdóttir sem lagði fram vantrausttillöguna á fundinum og fór fram á leynilega atkvæðagreiðslu. Jóhanna hafði fyrr í vetur kvartað til kirkjuráðs vegna trúnaðarbrots kirkjuvarðar og formanns sóknarnefndar við sig.
Tillaga Jóhönnu var felld með 59 atkvæðum gegn 20 en tveir seðlar voru auðir.
RÚV greindi frá þessu.