Varð fyrir hópárás á Selfossi

Rúmlega tvítugur karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi um hádegi á nýársdag og lýsti því að hafa orðið fyrir líkamsárás á nýársnótt.

Hann var á gangi á móts við Suðurlandssól á Eyravegi þegar hópur drengja og stúlkna réðust á hann með höggum og spörkum. Árásarþolinn var nokkuð ölvaður og hann þekkti ekki þá sem réðust á hann sem voru fimm eða sex í hóp.

Maðurinn leitaði læknis er leið á morguninn en grunur er um að hann hafi nefbrotnað auk þess hlaut hann áverka á hné og handlegg.

Árásin átti sér stað á milli kl. 00:30 og 1:00 á nýjársnótt. Einhver vitni voru að árásinni sem eru beðin að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinÖlfusingar mótmæla vegtollum
Næsta greinGleðilæti um áramótin