Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Austurvegi á Selfossi í gærkvöldi sem ekki hafði tryggt útsýni út úr bifreið sinni.
Ökumaðurinn hafði krafsað hrímið lítillega af framrúðunni og bar hann því við að hafa ekki verið með sköfu, heldur verið á leið að kaupa hana.
Hann var sektaður um 5.000 krónur og hefði líklega getað keypt nokkrar sköfur fyrir þá upphæð.
Lögregla biður þá bifreiðaeigendur sem enn hafa ekki búið ökutæki sín til vetraraksturs að bíða ekki með það. Mikilvægt er að vera með góða vetrarhjólbarða og svo allir smáu hlutirnir sem þó eru svo stórir. Má þar nefna rúðusköfur.