Landgræðslustjóri varar eindregið við því að þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri verði valinn staður í farvegi Skaftár.
Skaftárhreppur á ekkert byggingarland á Kirkjubæjarklaustri en fékk lóð í nágrenni félagsheimilisins sem hreppsnefnd telur ákjósanlega.
Telur Sveinn Runólfsson, Landgræðslustjóri, að lítið þurfi að hækka í ánni til þess að hún flæmist yfir bakkavörn og yfir fyrirhugað byggingarsvæði.
Skaftárhreppur og stofnanir ríkisins standa að byggingu þekkingarseturs. Það á að hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, stjórnsýslu sveitarfélagsins, Kirkjubæjarstofu, nýtt Erró-setur og ýmsar fleiri stofnanir.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.