Vegagerðin varar við grjóthruni undir Eyjafjöllunum en í morgun féll grjótskriða úr Holtsnúpi.
Áframhaldandandi þíða verður á landinu næsta sólarhringinn, en fryst getur við veg.
Suðaustanlands verður samfelld rigning og frá Eyjafjöllum og austur um á sunnanverða Austfirði getur hæglega orðið við þessi skilyrði grjóthrun á hringveginum þar sem hann liggur undir bröttum fjallshlíðum.