Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags sem og þriðjudags og miðvikudags.
Talsverður lægðagangur er nú á Norður-Atlantshafi og næstu þrjá sólarhringa koma upp að suðvesturströndinni þrjár krappar lægðir. Þeim fylgir sunnan og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan og vestanvert landið.
Á morgun, mánudag er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Um og upp úr hádegi hvessir á Suðausturlandi. Talsverð úrkoma fylgir storminum, og mikil úrkoma er líkleg suðaustanlands.
Spáin fyrir þriðjudag og miðvikudag er eftirfarandi:
Á þriðjudag : Sunnan og suðaustan 15-23 m/s. Hvassast á Vesturlandi. Rigning, talsverð SA-lands en heldur hægari og rigning með köflum NA-til. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag: Suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða rigning en sunnan 10-15 m/s og úrkomulítið á Norður og Austurlanid. Hiti 5 til 9 stig.