Í ljósi veðurspár fyrir helgina vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja landsmenn til að huga að lausamunum, eins og garðhúsgögnum og trampólínum.
Fólk sem hugar að ferðalögum er hvatt til að kynna sér vel veðurspár áður en lagt er af stað. Varhugavert getur verið að vera á ferð með eftirvagna svo sem fellihýsi í eftirdragi í verstu kviðunum.
Búist er við vaxandi austan- og suðaustanátt á morgun með rigningu, 10-15 suðvestantil á landinu eftir hádegi, en 15-23 með kvöldinu og talsverð rigning, hvassast við suðurströndina.