Lögreglan á Suðurlandi vill vara vegfarendur sem fara um veg 208, Fjallabaksleið nyrðri, við Bjallavað við miklum vatnavöxtum í Tungnaá.
Eftir úrhellisrigningu síðustu daga hefur vaxið mjög í ám á svæðinu og flæðir Tungnaá vel inn á veginn, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vatnavextir hafi verið sunnan- og suðaustanlands undanfarna daga í lægðagangi með mikilli úrkomu. Fólk á ferð í þessum landshlutum og á miðhálendinu er hvatt til að gæta varúðar þar sem vöð yfir ár og læki geta verið varhugaverð.
UPPFÆRT 16:10