Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna suðaustanstorms sem gengur yfir sunnan- og vestanvert landið í dag og fram á nótt.
Búist er við að gangi í storm eða rok (vindhraða yfir 20 m/s) á S- og V-verðu landinu upp úr hádegi.
Talsverð rigning verður síðdegis og búast við mikilli hálku víða um land. Veðrið nær hámarki SV-lands milli kl. 15 og 17 í dag, en gengur síðan niður. Snýst í suðvestanátt með skúrum í kvöld.