Starfsmenn RARIK eru þessa dagana að taka niður rafmagnsstaura og rafmagnslínur við suðurströndina, og voru við Eyrarbakka á dögunum.
Um er að ræða varaflsstreng sem búið er að taka úr notkun, en ráðgert er að Landsnet leggi nýjan slíkan streng frá Selfossi til Þorlákshafnar á þessu ári. Þannig verður rafmagnsöryggi fullnægt með hringtengingu.
Þær línur sem verið er að taka niður nú hafa verið varalínur frá því lagður var strengur frá Hveragerði til Þorlákshafnar. Því verður allt neðan jarðar nema frá Hafinu bláa við Ölfusárósa að Þorlákshöfn.
Um er að ræða mikla breytingu á ásýnd svæðisins, ekki síst við Eyrarbakka og listaverkið Kríuna, eftir að línan hverfur.