Varað við þjófagengi á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan hefur fengið tvær tilkynningar síðustu daga um þjófagengi sem hnuplar greiðslukortum af fólki og svíkur pening út úr hraðbönkum.

„Verknaðaraðferðin er sú, að einhver hópur manna fylgist með fólki stimpla inn auðkennisnúmer í hraðbanka, ná greiðslukortum af fólki og notar þau svo í kjölfarið,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á þjófagenginu er beðið um að setja sig tafarlaust í samband við þjónustubanka sinn og láta loka greiðslukortum. Jafnframt þarf fólk að setja sig í samband við lögreglu og tilkynna málið í síma 112.

Fyrri greinFSu bleikur í dag
Næsta greinEyþór áfram með kvennalið Selfoss