Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 2 í nótt.
Með kvöldinu gengur í suðaustanstorm sunnan- og vestanlands, 20-28 m/sek. Hvassast verður undir Eyjafjöllum að Mýrdal með vindhviðum um og yfir 45 m/sek.
Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum utandyra og athygli er vakin á því að varasamt verður að vera á ferðinni þar sem veðrið er verst.