
Varnargarður vestan Markarfljóts hefur rofnað einhverntíman á síðasta sólarhring. Vegagerðin er komin á staðinn með tæki og fleiri á leiðinni og vinnur að lagfæringu.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að vatn sé farið að lóna með Suðurlandsvegi en enn sem komið er flæðir ekki yfir og að líkindum tekst að koma í veg fyrir það.