Vegna umræðu um varúðarskilti við Sólheimajökul vill Slysavarnafélagið Landsbjörg taka fram að það er eitt slíkt á staðnum.
Skiltið var sett upp fyrir tveimur árum að frumkvæði og á kostnað Íslenskra fjallaleiðsögumanna í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Það er staðsett við göngustíg upp að jökulröndinni og því ætti að vera erfitt fyrir ferðamenn að sjá það ekki.