Varúðarskilti er við jökulinn

Vegna umræðu um varúðarskilti við Sólheimajökul vill Slysavarnafélagið Landsbjörg taka fram að það er eitt slíkt á staðnum.

Skiltið var sett upp fyrir tveimur árum að frumkvæði og á kostnað Íslenskra fjallaleiðsögumanna í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Það er staðsett við göngustíg upp að jökulröndinni og því ætti að vera erfitt fyrir ferðamenn að sjá það ekki.

Fyrri greinVilja reisa þjóðveldisbæ við Laugarvatn
Næsta greinSkelfileg byrjun hjá Hamri