Vatnið í Hveragerði neysluhæft

Hveragerði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Eins og sunnlenska.is greindi frá fyrr í vikunni komu fram ábendingar um undarlega lykt og bragð af neysluvatninu í Hveragerðisbæ.

Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tekið fjölmörg sýni á svæðinu og eins og staðan er í dag, miðað við fyrstu upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu, er að ekki mælast kólí/ecolí í neysluvatninu.

„Á þessum stigum hefur eftirlitið ekkert í hendi um að vatnið sé óneysluhæft út frá gerlafræðilegum viðmiðum. Beðið er eftir niðurstöðum úr öðrum sýnum. Lykt af vatninu er staðfest af heilbrigðiseftirlitinu. Þá mælist lækkað ph gildi í vatninu, innan marka, en það gefur ríkt tilefni til að rannsaka málið þar til orsökin er ljós. Það er í algjörum forgangi,“ segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri.

Pétur segir að unnið sé hörðum höndum að málinu með starfsfólki bæjarins og fjölmörgum fagaðilum en eins og staðan er í dag benda frumniðurstöður ekki til að vatnið sé óhæft til neyslu í Hveragerði.

Fyrri grein„Greinilegt að fólk var farið að vanta hollan drykk í dós“
Næsta greinVærum öruggari utan Schengen