Vatnsdæling veldur titringi

Frá hádegi í dag hafa mælst 95 jarðskjálftar á bilinu 0,5 til 2,4 á Richter í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar.

Jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands segja þetta ekki merki um neinar frekari jarðhræringar.

Líkleg ástæða fyrir skjálftunum sé sú að verið væri að dæla vatni upp úr borholum í dag. Þessháttar dæling valdi oft skjálftum af þessu tagi.

Fyrri greinEnn tapar FSu
Næsta greinBúist við stormi síðdegis