Áfram dregur úr rennsli Skaftár, rennsli við Sveinstind var komið niður fyrir 470 m3/sek og rennsli við Eldvatn mældist um 370 m3/sek síðdegis í dag.
Á þessu stigi hefur dregið úr líkum á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1. Vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni fer þó enn hækkandi og því er ekki hægt að útiloka að hlaupvatn nái upp á þjóðveginn.
Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta frekari framgang hlaupsins.