Vatnshallæri í Flóahreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps ítrekar það við íbúa sína að spara notkun á köldu vatni eins og unnt er þar sem vatnsmagn er farið er að minnka verulega í miðlunartönkum.

„Það er vatnshallæri hjá okkur en ástandið er þó betra en undanfarin sumur. Það má samt ekki tæpara standa og heimilin verða að spara kalda vatnið eins og unnt er,“ sagði Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Í fyrra var ástandið þannig að vatnsflöskum var dreift á heimili í hreppnum þegar verst lét. Þá hafði neysluvatn í einni linda sveitarfélagsins spillst en sú lind er ekki í notkun lengur.

Von er á úrbótum í neysluvatnsmálum hreppsins á næsta ári en nú í ágúst hefjast framkvæmdir við nýja vatnslögn í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Fyrri greinUnglingalandsmótið á Selfossi 2012
Næsta greinÁsta ráðin framkvæmdastjóri Árborgar