Vatnslindir í Bjarnafelli eru nær uppþornaðar vegna langvarandi þurrka og sumarhúsaeigendur í Úthlíð þurfa að birgja sig upp með vatnstunnum.
Helgi Pétursson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Sunnlenska að starfsmenn Orkuveitunnar hafi kannað lindirnar á mánudag. Rannsóknir þeirra miðast að því að finna framtíðarlausn. Að svo stöddu sé lítið hægt að gera, annað en að bíða og vonast eftir vætu.