Vatnsrennsli frá Gígjökli er vaxandi, göngubrúin er alveg farin og fylgir flóðinu í átt til sjávar. Búist er við stóru hlaupi og á að rjúfa þjóðveg 1 sitthvoru megin við Markarfljótsbrú til að verja brúna.
Aðeins er gos í toppgígnum en ekki í suðvesturhlíðum eins og í fyrstu var haldið. Flóð er að byrja koma niður suðurhlíðar jökulssins samkvæmt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri. Bændur sem fóru inn á skilgreind hættusvæði í morgun til að huga að skepnum eru beðnir að yfirgefa svæðin strax.
Náið er fylgst með neysluvatni á svæðinu og bæði leiðni og sýrustig mælt tvisvar á dag. Ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós.